Fréttir

Verktakagreiðslur í heilsugæslu

Verktakagreiðslur í heilsugæslu

Læknafélag Íslands (LÍ) hefur sent heilbrigðisráðherra bréf vegna fullyrðinga framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um að það sé ódýrara fyrir heilbrigðisstofnanir að ráða heilsugæslulækna sem verktaka en sem launamenn,
27.03.2018
Ný stjórn Almenna lífeyrissjóðsins

Ný stjórn Almenna lífeyrissjóðsins

Á aðalfundi Almenna lífeyrissjóðsins í gær 22. mars 2018 var Arna Guðmundsdóttir kjörin í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins og Oddur Ingimarsson varamaður. Auk þess að vera læknar, er Arna að ljúka MBA námi um þessar mundir og Oddur með meistaragráðu í fjármálastjórnun fyrirtækja.
23.03.2018
Yfirlýsing frá LÍ vegna fréttaflutnings um landsbyggðalækna

Yfirlýsing frá LÍ vegna fréttaflutnings um landsbyggðalækna

Læknafélag Íslands (LÍ) lýsir miklum áhyggjum yfir stöðu heilsugæslunnar á landsbyggðinni. Um alllangt skeið hefur staðan verið sú að heilsugæslustöðvum gengur illa að manna stöður heilsugæslulækna. Um þennan vanda var fjallað á málþingi Félags ísl. heilsugæslulækna í byrjun þessa mánaðar
23.03.2018
Söfnun persónugreinanlegra heilsufarsupplýsinga

Söfnun persónugreinanlegra heilsufarsupplýsinga

Læknafélag Íslands (LÍ) hefur sent heilbrigðisráðherra bréf þar sem lýst er áhyggjum yfir því að embætti landlæknis skuli vera búið að flytja persónugreinanleg gagnasöfn sín til einkaaðila og að Persónuvernd skuli hafa þurft að gera alvarlegar athugasemdir við það með hvaða hætti embættið stóð að flutningnum.
23.03.2018
Varamaður kosinn á ársfundi Almenna lífeyrissjóðsins í dag

Varamaður kosinn á ársfundi Almenna lífeyrissjóðsins í dag

Ársfundur sjóðsins verður haldinn 22. mars nk. Á fundinum verður kosið um einn varamann sem má vera af hvoru kyni. Varamenn þurfa ekki að tilkynna framboð fyrr en á ársfundi og verður þeim gefinn kostur á því að kynna sig á fundinum.
20.03.2018
Ljóða- og örsögukvöldið 2. mars

Ljóða- og örsögukvöldið 2. mars

Í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands var haldið ljóða- og örsögukvöld föstudaginn 2. mars 2018.
05.03.2018
Lokað eftir hádegi 20.2.2018

Lokað eftir hádegi 20.2.2018

Skrifstofa Læknafélags Íslands er lokuð eftir hádegi í dag vegna framkvæmda.
20.02.2018
Stjórn FSL frá vinstri: Ólafur H. Samúelsson, Ragnheiður Baldursdóttir, María I. Gunnbjörnsdóttir, S…

Fyrsti fundur stjórnar FSL

Fyrsti fundur stjórnar í nýstofnuðu Félagi sjúkrahúslækna (FSL) var haldinn 7. febrúar sl. Á dagskrá var umræða um áhersluatriði hins nýja félags en auk þess hefðbundin undirbúningsstörf eins og öflun kennitölu og netfangs, stofnun bankareiknings, heimasíðu og fésbókarsíðu og hönnun lógós fyrir hið nýja félag. Stjórnin mun ráðast í þessi verkefni nú á næstunni.
16.02.2018
Aðgerðum stjórnvalda í Tyrklandi mótmælt

Aðgerðum stjórnvalda í Tyrklandi mótmælt

Tyrkneska læknafélagið sendi frá sér fréttatilkynningu 24. janúar sl. þar sem félagið lýsti þeirri skoðun að stríð væri lýðheilsuvandamál sem ógnaði umhverfi og samfélaginu öllu. Í kjölfarið voru 11 stjórnarmenn í tyrkneska læknafélaginu handteknir og settir í varðhald. Saksóknari í Tyrklandi mun vera að rannsaka mál stjórnarmannanna en engar vísbendingar eru um til hvaða aðgerða verður gripið gagnvart þeim. Skrifstofur tyrkneska læknafélagsins sættu húsleit og haldlagðar voru tölvur félagsins sem m.a. höfðu að geyma kvartanir og trúnaðargögn um lækna og sjúklinga.
01.02.2018
Félag sjúkrahúslækna stofnað

Félag sjúkrahúslækna stofnað

Nýtt aðildarfélag að Læknafélagi Íslands, Félag sjúkrahúslækna (FSL) var stofnað í gær þann 18. janúar 2018 á Læknadögum. Stofnun félagsins ber upp á 100 ára afmæli LÍ. Á síðasta aðalfundi haustið 2017 var nýtt skipulag fyrir LÍ samþykkt. Aðildarfélög þess verða nú fjögur, Félag íslenskra heimilislækna (FÍH), Félag almennra lækna (FAL), Félag sjálfstætt starfandi lækna/Læknafélag Reykjavíkur (LR) og hið nýja félag sjúkrahúslækna (FSL). Hið eldra skipulag frá sjötta áratug sl. aldar þar sem svæðafélög lækna voru grunnstoðir LÍ var lagt af.
19.01.2018